Header Paragraph

Samnorræn vinnustofa: Decolonize Nordic Nature

Image

(English version below)

„We must all decolonize our minds in Western culture to be able to think differently about nature, about the destruction humans cause.“ -bell hooks, Belonging: A Culture of Place 

Framtíð lífs á jörðu er grundvallarviðmið í þeirri afnýlenduvæðingu sem er að ryðja sér til rúms á Norðurlöndum. Þegar samtímarannsóknir gera upp áhrif nýlendustefnu á Norðurlöndum er litið til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig og þessar aðstæður tengdar við knýjandi hnattræn álitamál, svo sem niðurbrot á lífkerfum og útdauða tegunda, með áherslu á mótspyrnu og mannréttindi árþjóða. Inúítasamfélög á Grænlandi og samfélög Sama, sem löngum hafa búið við kúgun á rödd sinni og atbeina, varðveita þekkingarfræði og umhverfisvenjur sem eru lífsnauðsynlegar fyrir sjálfbæra þróun. Þrátt fyrir þetta mikilvæga hlutverk árþjóðanna, hefur til þessa lítið farið fyrir því að norrænar þjóðir geri upp nýlenduarf sinn og þá ekki síst hvað varðar viðhorfið til náttúrunnar. Miklu fremur hefur náttúrusýn á Norðurlöndum allar götur síðan á á dögum rómantísku stefnunnar einkennst af útópískum sögum og goðsögnum um sjálfsmyndir byggðar á norrænu undantekningunni. Þannig hefur náttúran verið öðruð og skörp skil sköpuð milli hennar og menningarinnar. Náttúran er síðan hafin upp og smíðuð um hana staðalímynd, eða henni einfaldlega afneitað. Í stað þessara gömlu aðferða við að hólfa niður náttúru og menningu kalla fræðimenn samtímans í vaxandi mæli eftir afnýlenduvæðingu með auknu vægi á menningu árþjóða, þar sem þekkingarsköpun miðar að valdajafnvægi og umbyltingu þekkingarstofnana.

Guðfræðistofnun og Ecodisturb boða til þverfaglegrar vinnustofu sem verður opin fræðimönnum með áhuga á samspili afnýlenduvæðingar og umhverfismála. Vinnustofan fer fram á ensku og verður haldin í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg 19. til 21. apríl. Nánari upplýsingar um skráningu á ráðstefnuna er að finna neðar á síðunni.

Vinnustofan er skipulögð af Sigríði Guðmarsdóttur, dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og Simone Kotva við Háskólann í Osló fyrir rannsóknarverkefnið ECODISTURB. Verkefnið hefur hlotið styrki frá UiO:NORDIC og ReNEW. Sjá einnig verkefni Guðfræðistofnunar „Mannréttindi, fjölmenning og trú á tímum loftslagsbreytinga (MaFTíL).

Skammtímamarkmiðið með vinnustofunni er að gefa út safn fræðigreina, ritgerða og myndrænna framsetninga, sem byggir á vinnu sem þátttakendur munu kynna á vinnustofunni.  Spurt er hvernig hægt sé að endurhugsa „náttúruna“ í sögu og samtíð frá norrænu undirsetusjónarhorni. Walter Mignolo sá fyrir sér sjónarhorn frá því að tilheyra „undirsetu“. Undirsátinn hefur þurft að temja sér annars konar hugsun, lífshætti og framferði til að lifa af nýlenduhyggju og nútímavæðingu, en þessi bjargráð vísa einnig til hugsanamynstra og athafna handan nýlenduhyggju og nútímavæðingar. Á vinnustofunni er leitast við að lyfta fram norrænum undirsátasjónarmiðum, til þess að átta sig betur á því hvernig afnýlenduvæðing kallast á við umhverfisvána.  Fræðafólkið sem standur að vinnustofunni hefur áhuga á hagnýtum nálgunum sem ögrar hefðbundinni skiptingu fræðagreina, þar sem fólk vinnur saman að aðferðafræðilegum tilraunum og áskorunum ásamt þverfaglegum nálgunum á borð við sjálfsþjóðfræði og þátttökurannsókir. Vinnustofan er skipulögð sem blanda af listviðburðum og ráðstefnu, með fræðilegum erindum sem kallast á við tvo listræna viðburði.

Dagskrá:

Drög að dagskrá (nánari dagskrá verður sett inn á heimasíðu vinnustofunnar):

  • 19. apríl: Kvölddagskrá fyrir rannsóknarnetið
  • 20. apríl: 10-17: Kynningar, listviðburðir, samtölKvöldmatur fyrir vinnustofuna
  • 21. apríl: 10-17: Kynningar, listviðburðir, samtöl. 17-18: Málstofa opin almenning og pallborð (fylgið hlekknum til að nálgast FB síðu viðburðarins og skráningu!

Fyrirlesarar

Á staðnum:

  • Áile Aikio (Research Fellow in Social Sciences, Lapin Yliopisto, Háskóla Lapplands, Rovaniemi, Finnlandi)
  • Ragnheiður Bogadóttir (Lektari í samfelagsvísindum, Søgu og samfélagsdeildinni, Fróðskaparsetri Færeyja, Þórshöfn, Færeyjum)
  • Sara Ekholm Eriksson (Sjálfstætt starfandi listamaður, Stokkhólmi, Svíþjóð)
  • Marion Grau (Professor of Systematic Theology, Ecumenism, and Missiology, MF háskólanum, Osló, Noregi)
  • Sigríður Guðmarsdóttir (Dósent í hagnýtri guðfræði, Háskóla Íslands)
  • Lana Hansen (Sjálfstætt starfandi listamaður, Kaupmannahöfn, Danmörku/Nuuk, Grænlandi)
  • Simone Kotva (Research Fellow in Theology and Earth Ethics, Oslo universitet, Osló, Noregi)
  • Sanna Valkonen (Professor of Sámi Research, Lapin Yliopisto, Lapplandsháskóla, Rovaniemi, Finnlandi)

Stafrænir fyrirlesarar:

  • Petra Carlsson Redell (Professor of Systematic Theology, Enskilda Högskolan, Stokkhólmi, Svíþjóð)
  • Lovisa Mienna Sjöberg (Associate Professor, Sámi allaskuvla, Samíska háskólanum, Kautokeino, Noregi)
  • Zdenka Sokolíčková (Visiting Research Fellow in Social Anthropology, Oslo universitet, Osló)
  • Alexandra Meyer (doktorsnemi, Department of Social and Cultural Anthropology, Universität Wien, Austurríki)
  • Helga West (doktorsnemi, Helsingin Yliopisto, Háskólinn í Helsinki, Finnlandi)

Skráning

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna frá 1. febrúar. Fyrirspurnum er beint til Simone Kotva (simone.kotva@teologi.uio.no).  

Síða viðburðar á ensku (með öllum upplýsingum).

FB viðburður (á ensku).  

---

About this Workshop 

We must all decolonize our minds in Western culture to be able to think differently about nature, about the destruction humans cause.

-bell hooks, Belonging: A Culture of Place 

In the decolonization processes taking place in the Nordic region, the future of planetary life is crucial and critical. Contemporary accounts of the region place place at the heart of their accounts, relating it to urgent geopolitical, such as eco-system degradation, mass extinction, activism and Indigenous rights. The epistemologies preserved by the Greenlandic Inuit and Sámi communities, once actively suppressed and rendered almost voiceless, are now shown to maintain a wealth of environmental practices and ways of living vital to sustainable development. Nevertheless, having long been "unthinkable" in mainstream scholarship, the role of colonialism in Nordic cultures, much less in the devastation of Nordic nature, is slow to gain acceptance. If anything, Nordic nature since the Romantic period has been a source of utopian narratives underwriting the myth of an exceptionalist Nordic identity. In this context, nature becomes "the other" and is easily decoupled from culture; it is then either romanticized and stereotyped or simply denied. The situation is one that calls for decolonial indigenization, a reorientation of knowledge production based on balancing power relations and transforming the academy completely.

The short-term aim of this workshop is the preparation of a volume of research articles, essays and photographic essays based on the workshop presentations. The workshop asks how "nature" may be rethought-both historically and in the present day-from the perspective of Nordic subalternity. Walter Mignolo thought of "subalternity" as alternative logics, ways of life and modes of being subsisting within coloniality and modernity, yet indicating ways of thinking and acting beyond coloniality and modernity. The workshop seeks to voice subaltern perspectives in the Nordic region, in order to better think with its decolonizing processes in a time of planetary emergency. We bring together experimental, risk-taking methodologies and immersive approaches focusing on practice and collective thinking outside conventional disciplinary boundaries. The workshop is organized as a performance-conference, with academic papers juxtaposed with two presentations by artists and writers. 

The workshop is co-organised by Sigríður Guðmarsdóttir (University of Iceland) and Dr Simone Kotva (University of Oslo) for ECODISTURB, with funding from UiO:NORDIC and ReNEW (Reimagining Norden in an Evolving World).

Live presentations by:

Program (details coming soon)

19 April

  • 6pm: Welcome gathering and dinner for presenters 

20 April

  • 10 am - 5 pm: Presentations, Performances, Dialogues
  • Workshop dinner

21 April

Remote participants 

How to Register

Registration will be available on this website from 1 February. In the meantime, please direct your enquiries to Simone Kotva (simone.kotva@teologi.uio.no).  

Image copyright 2021 by Diana Kristin Bechmann 

Tags: DecolonizationClimate ChangeNatureNordicsEcology

Image