Guðfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót 1975 en hún er starfrækt sem grunnstofnun innan vébanda Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að styðja rannsóknir félaga í guðfræði og trúarbragðafræði, gangast fyrir útgáfu, ráðstefnum, fyrirlestrum og veita rannsóknanemum, nýdokturum og gestafræðimönnum aðstöðu og tækifæri til rannsóknastarfa og efla um leið tengsl rannsókna og kennslu.

Ritröð Guðfræðistofnunar

Tímaritið Studia Theologica Islandica, Ritröð Guðfræðistofnunar, er gefið út sem veftímarit og er öllum aðgengilegt. Hægt er að nálgast tímaritið með því að smella hér. Ritröð Guðfræðistofnunar inniheldur fræðigreinar á sviði guðfræði og trúarbragðafræði. Höfundar efnis koma úr hópi kennara og fræðimanna innan Háskóla Íslands og utan. Kennarar Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar sinna ritstjórn tímaritsins og núverandi ritstjórn skipa þau Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor (ritstjóri), Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor og Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Ritröðin kom fyrst út árið 1988.

Image
Ritröð Guðfræðistofnunar