Um stofnunina

Guðfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót með reglugerð dagsettri 25. júní 1975 en fékk fyrst fjárveitingu til starfa árið 1986. Hún er starfrækt sem grunnstofnun innan vébanda Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er skilgreint þannig samkvæmt reglum fyrir stofnunina:

a) að styðja rannsóknir félaga í guðfræði og trúarbragðafræði, ein eða í samvinnu við aðra;

b) að gangast fyrir útgáfu, ráðstefnum, fyrirlestrum og hvers kyns annarri starfsemi sem stutt gæti rannsóknir og kennslu í guðfræði og trúarbragðafræði og eflt tengsl við alþjóðlegt háskólasamfélag sem og við íslenskt þjóðlíf;

c) að veita rannsóknanemum, nýdokturum og gestafræðimönnum aðstöðu og tækifæri til rannsóknastarfa eftir því sem kostur er og efla um leið tengsl rannsókna og kennslu.

Smellið hér fyrir upplýsingar um stjórn Guðfræðistofnunar.