Header Paragraph

Nýr lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Image

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir hefur verið ráðin lektor í kennimannlegri guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild frá 1. janúar 2021. Með ráðningu hennar verða kynjahlutföll fastra kennara í deildinni í fyrsta skipti í sögunni jöfn, þrjár konur og þrír karlar.

Sigríður lauk doktorsprófi í guðfræði árið 2007 frá Drew University í Bandaríkjunum en áður hafði hún lokið M.Phil í guðfræði frá sama skóla. Frá árinu 2018 hefur hún starfað sem dósent við VID Tromsö, Kirkelig utdanningssenter nord í Noregi. Hún hefur alþjóðlega reynslu af kennslu á háskólastigi og hefur sérhæft sig í fjarkennslu.

Rannsóknir Sigríðar eru á sviði samstæðilegrar guðfræði, trúarheimspeki og kennimannlegrar guðfræði. Nýjustu guðfræðirannsóknir hennar tengjast kynjafræði, norðurslóðamálum og loftslagsmálum. Þá er hún þátttakandi í nýju þverfræðilegu rannsóknarverkefni Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands um mannréttindi, fjölmenningu, trú og loftslagsvá.

Image