Header Paragraph

Málstofa: Prestar og umbætur

Image

Guðfræðistofnun Háskóla Íslands boðar til opinnar málstofu sem nefnist „Prestar og umbætur: Rannsókn á umbótum og tilraunum til umbóta innan Þjóðkirkjunnar með áherslu á hlutverk presta“. Í málstofunni fjallar Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir um doktorsritgerð sína „Reforming Pastors: A Study on Reforms and Attempted Reforms in the ELCI with a Focus on the Role of the Pastors“ sem hún varði árið 2019. Ritgerðin fjallar um breytingaferla í kirkjustarfi og um sameiginlega gráðu var að ræða frá Háskóla Íslands og Norwegian School of Theology, Religion and Society, í Osló.

Málstofan verður haldin í Aðalbyggingu, stofu 229, mánudaginn 26. september kl. 11:40-13:10. Öll eru velkomin og aðgangseyrir enginn.

Image