Haraldur Hreinsson ráðinn lektor
Haraldur Hreinsson hefur verið ráðinn í starf lektors í guðfræði og trúarbragðafræði við Háskóla Íslands með áherslu á sögu kristni og kirkju. Um er að ræða sameiginlegt starf sem tilheyrir Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Hugvísindasviðs og Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði.
Haraldur lauk Cand. theol. prófi frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands árið 2009, meistaragráðu í sögu kristinna trúarbragða frá Harvard 2011 og doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskólanum í Münster árið 2018 þar sem hann rannsakaði hvernig trúarhugmyndum hefur verið beitt í pólitískum tilgangi á Íslandi. Þá hefur Haraldur umtalsverða reynslu af kennslu við bæði sviðin auk þess sem hann hefur birt fjölda greina og skrifað bókina Force of Words: A Cultural History of Christianity and Politics in Medieval Iceland sem bókaforlagið Brill gaf út á síðasta ári.