Header Paragraph
Ársfundur Guðfræðistofnunar
Ársfundur Guðfræðistofnunar verður haldinn miðvikudaginn 8. mars 2023 í stofu A229 í Aðalbyggingu HÍ kl. 14-15:30.
Félagar í Guðfræðistofnun eiga seturétt á fundinum, en aðeins fastir kennarar Guðfræðideildar hafa atkvæðisrétt, sbr. 6. grein reglna um grunnstofur innan Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá 1. janúar 2023.
Dagskrá:
- Fundarsetning og fundarboð
- Skýrsla stjórnar
- Fjárreiður Guðfræðistofnunar, rannsóknarverkefnis og Starfssjóðs
- Til afgreiðslu: Fjárhagsáætlun Guðfræðistofnunar 2023
- Málefni Ritraðar Guðfræðistofnunar:
a) Frá ritstjóra
b) Kosning nýs ritstjóra Ritraðarinnar - Starfsreglur fyrir grunnstofur innan Hugvísindasviðs, frá 1. janúar 2023
- Starfsreglur um fyrirkomulag rannsóknarstofa innan Hugvísindasviðs, frá 10. desember 2022
- Endurskoðaðar reglur Guðfræðistofnunar í samræmi við nýjar starfsreglur grunnstofa
- Önnur mál.