Header Paragraph

Að grafa apartheid og minnast sáttargjörðar

Image

Dr. Demaine Solomons, Senior Lecturer við háskólann í Vestur-Höfðaborg, Suður-Afríku (University of Western Cape) heldur erindi í málstofu Guðfræðistofnunar HÍ hann nefnir: „Að grafa apartheid í grunnri gröf of nálægt heimilinu: Að minnast sáttargjörðar og Kairos yfirlýsingarinnar“

Málstofan fer fram á ensku og verður haldin 14. nóvember kl. 11:40-13:10 í stofu A229 í Aðalbyggingu. (Smellið hér til að fylgjast með málstofunni í streymi á Zoom). 

Um Dr. Demaine Solomons:

Dr. Solomons er frá Höfðaborg, Suður Afríku. Hann starfar sem Senior Lecturer við háskólann í Vestur Höfðaborg, þar sem hann kennir trúfræði og siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild skólans. Hann hlaut Mandela Rhodes styrk fyrir afríska afburðanemendur til að læra við suðurafrískar menntastofnanir og hefur hlotið margháttaðar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín, s.s. Linnaeus Palme styrkinn í Svíþjóð, Erasmus Mundus verðlaun í Amsterdag, Ryoichi Sasakawa styrk fyrir unga leiðtoga í Japan og doktorsstyrk Desmond Tutu í Suður Afríku. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá Vrije Universiteit Amsterdam. Í rannsóknum sínum leggur Solomons stund á siðfræði frá sjónarhóli svartrar guðfræði og verk hans byggja á þeim grunngildum að Guð þjáist með manneskjum, um leið og betri framtíðar sé von í upprisunni.   

Útdráttur erindis: „Að grafa apartheid í grunnri gröf of nálægt heimilinu: Að minnast sáttargjörðar og Kairos yfirlýsingarinnar“

Umræður um sáttagjörð í Suður Afríku eftir apartheid snúast oft um sviðsmyndir sem eru settar upp sem andstæðupör:  réttlæti andspænis friði, jafnrétti andspænis einingu og iðrun andspænis fyrirgefningu. Kairos-yfirlýsingin (1985), ritað undir áhrifum frá svartri guðfræði, tekst á við allar þessar andstæður og lýsir því yfir að réttlæti sé forsenda friðarins, jafnrétti forsenda einingarinnar, og iðrunin forsenda fyrirgefningarinnar.  Skjalið er undir áhrifum þess sem þar er kallað „spámannleg guðfræði, í megnri andstöðu við „guðfræði ríkis og kirkju“. Í þessu samhengi skipta hugsjónir friðar, einingar fyrirgefningar ennþá miklu máli í Suður Afríku eftir apartheid. Jafnvel þótt náðst hafi að koma á borgaralegum réttindum hins svarta meirihluta meirihluta, þarf enn að berjast fyrir hugsjónum um réttlæti, frið og fyrirgefningu. Því er enn þörf á svartri frelsunarguðfræði. Erindið rifjar upp þá svörtu guðfræði sem fram kemur í Kairos- yfirlýsingunni og notar sem leiðarhnoða um hið flókna og margslungna landslag sátta í Suður Afríku eftir apartheid. Með því að minnast Kairos, er skorað á fólk, sérstaklega þau sem líta á sáttargjörð frá kristnum sjónarhóli, að líta ekki aðeins á sáttargjörð sem félagslegt vandamál sem þurfi að leysa. Hér sé um að ræða kjarna Guðsríkisins, sátt sem treystir orði Guðs, sem vísi veg út úr erfiðri og sársaukafullri fortíð.